Fáðu þér plötu, ellegar verður enga plötu að fá
Við erum systkini sem erum að búa til vínyl saman með EP plöturnar okkar á sitt hvorri hliðinni. Við höfum klárað upptökur og langar að bjóða upp á sölu plötunnar fyrirfram sem gerir okkur kleift að framleiða hana. 10% af öllum ágóða plötunnar mun fara í rannsóknasjóð barna með CFC heilkennið.